Þungar áhyggjur af áhrifum mögulegs loðnubrests

Eftirfarandi bókun var samþykkt á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. október 2024.

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Ef ekki verður loðnuvertíð á næsta ári verður það annað árið í röð sem tekjutap af þeim völdum dynur yfir þessi sveitarfélög og samfélagið allt hér á landi. Jafnframt mun það hafa mjög neikvæð áhrif á hagvöxt á næsta ári sem er grafalvarlegt. 

 Haustmælingar á loðnu gáfu þó vísbendingar um að hægt verði að gefa út upphafskvóta og því leggja Samtök sjávarútvegssveitarfélaga mikla áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði fjárhagslega undir það búin að fara í öflugar bergmálsmælingar í byrjun næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að heimila þessar þjóðhagslega mikilvægu veiðar. Það er skýlaus krafa sjávarbyggða á Íslandi að ríkisvaldið sjái til þess að jafn mikilvæg stofnun og Hafrannsóknarstofnun sé fullfjármögnuð og gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar til að hægt sé að tryggja sjálfbærar veiðar sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf.

Nánari upplýsingar veitir Jón Björn Hákonarson formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, jon.bjorn.hakonarson@fjardabyggd.is og í síma: 899-8255

Ályktun vegna loðnubrests

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 22. mars sl eftirfarandi ályktun.

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum vegna loðnubrests sem Hafrannsóknarstofnun hefur tilkynnt um í kjölfar árangurslausrar loðnuleitar.

Loðnubresti fylgir þungt efnahagslegt högg fyrir samfélögin sem loðna er unnin og ekki síður fyrir landið allt. Ljóst er að íbúar, sveitarfélög og ríkissjóður munu verða af miklum tekjum vegna þessa. Vilja samtök Sjávarútvegssveitarfélaga minna á að nauðsynlegt er að horfa til sveitarfélaganna vegna þessa við áætlunargerð og aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins.

Þá leggja samtökin þunga áherslu á að loðnurannsóknir og loðnuleit Hafrannsóknarstofnunar verði fullfjármagnaðar svo hún geti sinnt rannsóknum og leit á þessum mikilvæga fiskistofni sem og öðrum enda er sjávarútvegur grunnstoð í íslensku samfélagi.

Áhrif loðnubrests á sveitarfélög

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti vorið 2019 að láta vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sjávarútvegssveitarfélögum sem lloðnubrestur hafði mest áhrif á. Ákveðið var að óska eftir upplýsingum frá eftirtöldum sveitarfélögum; Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi.

Markmið greiningarinnar var að meta bein áhrif loðnubrests á fjárhag og rekstur sveitarfélaganna.

Samantektin var unnin af RR ráðgjöf og birtist hér í formi minnisblaðs. Samantektin verður meðal umfjöllunarefna á Sjávarútvegsfundi samtakanna sem haldinn verður 2. október.

Minnisblað um áhrif loðnubrests

Áhrif minnkandi línuívilnunar á sjávarbyggðir

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti vorið 2019 að láta gera úttekt eða greiningu á áhrifum minnkandi nýtingar línuívilnunar á atvinnu- og íbúaþróun í þeim sveitarfélögum þar sem línuívilnun hefur verið nýtt hvað mest. 

Markmið úttektar var að draga fram staðreyndir um gildi línuívilnunar fyrir þessi samfélög á undanförnum árum og möguleg áhrif enn frekari skerðinga á heimildum vegna hennar.

Úttektin var unnin af RR ráðgjöf og var að mestu unnin á grundvelli gagna frá Fiskistofu.  Skýrsla þessi verður meðal umfjöllunarefna á Sjávarútvegsfundi samtakanna sem haldinn verður 2. október.

Áhrif minnkandi línuívilnunar á sjávarbyggðir

Óskað eftir umsögn um reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags.

Um er að ræða nýja reglugerð sem byggir á lögum um skipulag haf- og strandsvæða. Lögin fela í sér það nýmæli að í fyrsta skipti verði hér á landi unnið að gerð skipulags fyrir strendur Íslands.

Samkvæmt lögunum er strandsvæðisskipulag unnið fyrir tiltekið afmarkað strandsvæði. Þar koma fram markmið og ákvarðanir um framtíðarnýtingu og vernd og þær framkvæmdir sem geta fallið að nýtingu svæðisins. Í reglugerðardrögunum er kveðið nánar á um efni og kynningu lýsingar vegna gerðar strandsvæðisskipulags, efni og framsetningu þess og samráð og kynningu við gerð og afgreiðslu skipulagsins. Átta manna svæðisráð, sem samanstendur af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags, og er í drögunum kveðið nánar á um starf svæðisráða.

Óskað er eftir því að athugasemdir við reglugerðardrögin berist í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 4. október nk.Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags í Samráðsgátt

Sjávarútvegsfundur 2019

Sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 2. október 2019 kl. 13:00-16:00.

Sjávarútvegsfundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga  um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.

Sjávarútvegsfundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum SS en getur beint ályktunum til stjórnar samtakanna.

Halda áfram að lesa

Samningur um þorskveiðar íslenskra fiskiskipa í rússneska hluta Barentshafsins 2019

Dagana 7.-8. maí sl. var haldinn fundur í Moskvu í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands um fiskveiðisamning fyrir árið 2019, svokallaðan „Smugusamning“ sem í þessu tilviki snýst um þorskveiðar Íslands í rússneska hluta Barentshafsins.

S. Simakov og Jóhann Guðmundsson handsala samninginn.
Halda áfram að lesa