Ályktun vegna loðnubrests

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 22. mars sl eftirfarandi ályktun.

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum vegna loðnubrests sem Hafrannsóknarstofnun hefur tilkynnt um í kjölfar árangurslausrar loðnuleitar.

Loðnubresti fylgir þungt efnahagslegt högg fyrir samfélögin sem loðna er unnin og ekki síður fyrir landið allt. Ljóst er að íbúar, sveitarfélög og ríkissjóður munu verða af miklum tekjum vegna þessa. Vilja samtök Sjávarútvegssveitarfélaga minna á að nauðsynlegt er að horfa til sveitarfélaganna vegna þessa við áætlunargerð og aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins.

Þá leggja samtökin þunga áherslu á að loðnurannsóknir og loðnuleit Hafrannsóknarstofnunar verði fullfjármagnaðar svo hún geti sinnt rannsóknum og leit á þessum mikilvæga fiskistofni sem og öðrum enda er sjávarútvegur grunnstoð í íslensku samfélagi.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fundaði í vikunni og fjallaði um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi. Í skýrslunni koma fram margar ábendingar sem sveitarfélög og hafnasjóðir hafa bent á. Telur stjórnin mikilvægt að sveitarfélögin, hafnasjóðir og samtök þeirra komu að þeirra vinnu sem framundan er á grundvelli skýrslunnar. Þess má geta að stjórn Hafnasambands Íslands samþykkti samhljóða bókun á stjórnarfundi í vikunni.

Bókun stjórnar:

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi felur í sér margar ábendingar sem áður hafa komið fram bæði af hendi sjávarútvegssveitarfélaga sem og fyrirtækja í fiskeldi. Sveitarfélögin hafa haft litla aðkomu að leyfisveitingaferli frá upphafi. Þá hefur eftirlit með atvinnugreininni verið gagnrýnt þar sem skort hefur á samstarf við sveitarfélögin um slíkt ásamt því að tekjustofn af greininni hefur ekki verið tryggður til samfélaganna þar sem eldið er stundað. Einnig hefur verið óskýrt hvernig á að rukka hafnagjöld af þessari atvinnugrein. Skýrslan endurspeglar og dregur fram hve litla aðkomu sveitarfélögin hafa haft að umgjörð atvinnugreinarinnar, ákvarðanatöku og stefnumótun er varðar hana. Í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli skýrslunnar er nauðsynlegt að sveitarfélögin og hafnasjóðir komi að þeirri vinnu ásamt samtökum þeirra.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi – lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit

Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi

Á Sjávarútvegsfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. febrúar sl. var kynnt greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem KPMG vann að beiðni samtakanna. Tilefni þess að stjórn samtakanna ákvað á gera greiningu á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi og hvernig þær tekjur skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga er m.a. vegna aukinnar gjaldtöku af hálfu ríkisins á þessum tveimur atvinnugreinum og aukinna krafna á sveitarfélögin um aukna þjónustu og bætta innviði. Í greiningunni kemur fram að hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi hefur verið á bilinu 26-29% á árunum 2016 – 2020 og er það fyrst og fremst útsvarsgreiðslur launþega. Meðalútsvar á árunum 2017 til 2020 nam 14.44%.

Með greiningunni liggur nú fyrir heildstætt yfirlit yfir tekjur af þessum tveimur atvinnugreinum og hvernig þær skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga. Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi er því eitt af þeim mikilvægu gögnum sem samtökin hafa látið vinna og mun vonandi nýtast aðildarsveitarfélögum samtakanna í samtalinu sem framundan er um tekjustofna sveitarfélaga.

Hér fyrir neðan má nálgast skýrsluna í heild sinni

Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi

Sjávarútvegsfundur 2022

Sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn í fjarfundi þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13:00 – 15:00

Sjávarútvegsfundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður hverju sinni.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn til að fá sendan fundahlekk. Hér má nálgast dagskrá fundar ásamt hlekk á skráningu.

Nánari upplýsingar veitir Valgerður F. Ágústsdóttir starfsmaður samtakanna.

Áhrif loðnubrests á sveitarfélög

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti vorið 2019 að láta vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sjávarútvegssveitarfélögum sem lloðnubrestur hafði mest áhrif á. Ákveðið var að óska eftir upplýsingum frá eftirtöldum sveitarfélögum; Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi.

Markmið greiningarinnar var að meta bein áhrif loðnubrests á fjárhag og rekstur sveitarfélaganna.

Samantektin var unnin af RR ráðgjöf og birtist hér í formi minnisblaðs. Samantektin verður meðal umfjöllunarefna á Sjávarútvegsfundi samtakanna sem haldinn verður 2. október.

Minnisblað um áhrif loðnubrests

Áhrif minnkandi línuívilnunar á sjávarbyggðir

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti vorið 2019 að láta gera úttekt eða greiningu á áhrifum minnkandi nýtingar línuívilnunar á atvinnu- og íbúaþróun í þeim sveitarfélögum þar sem línuívilnun hefur verið nýtt hvað mest. 

Markmið úttektar var að draga fram staðreyndir um gildi línuívilnunar fyrir þessi samfélög á undanförnum árum og möguleg áhrif enn frekari skerðinga á heimildum vegna hennar.

Úttektin var unnin af RR ráðgjöf og var að mestu unnin á grundvelli gagna frá Fiskistofu.  Skýrsla þessi verður meðal umfjöllunarefna á Sjávarútvegsfundi samtakanna sem haldinn verður 2. október.

Áhrif minnkandi línuívilnunar á sjávarbyggðir

Óskað eftir umsögn um reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags.

Um er að ræða nýja reglugerð sem byggir á lögum um skipulag haf- og strandsvæða. Lögin fela í sér það nýmæli að í fyrsta skipti verði hér á landi unnið að gerð skipulags fyrir strendur Íslands.

Samkvæmt lögunum er strandsvæðisskipulag unnið fyrir tiltekið afmarkað strandsvæði. Þar koma fram markmið og ákvarðanir um framtíðarnýtingu og vernd og þær framkvæmdir sem geta fallið að nýtingu svæðisins. Í reglugerðardrögunum er kveðið nánar á um efni og kynningu lýsingar vegna gerðar strandsvæðisskipulags, efni og framsetningu þess og samráð og kynningu við gerð og afgreiðslu skipulagsins. Átta manna svæðisráð, sem samanstendur af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags, og er í drögunum kveðið nánar á um starf svæðisráða.

Óskað er eftir því að athugasemdir við reglugerðardrögin berist í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 4. október nk.Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags í Samráðsgátt

Sjávarútvegsfundur 2019

Sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 2. október 2019 kl. 13:00-16:00.

Sjávarútvegsfundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga  um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.

Sjávarútvegsfundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum SS en getur beint ályktunum til stjórnar samtakanna.

Halda áfram að lesa

Samningur um þorskveiðar íslenskra fiskiskipa í rússneska hluta Barentshafsins 2019

Dagana 7.-8. maí sl. var haldinn fundur í Moskvu í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands um fiskveiðisamning fyrir árið 2019, svokallaðan „Smugusamning“ sem í þessu tilviki snýst um þorskveiðar Íslands í rússneska hluta Barentshafsins.

S. Simakov og Jóhann Guðmundsson handsala samninginn.
Halda áfram að lesa