Ályktun vegna loðnubrests

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 22. mars sl eftirfarandi ályktun.

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum vegna loðnubrests sem Hafrannsóknarstofnun hefur tilkynnt um í kjölfar árangurslausrar loðnuleitar.

Loðnubresti fylgir þungt efnahagslegt högg fyrir samfélögin sem loðna er unnin og ekki síður fyrir landið allt. Ljóst er að íbúar, sveitarfélög og ríkissjóður munu verða af miklum tekjum vegna þessa. Vilja samtök Sjávarútvegssveitarfélaga minna á að nauðsynlegt er að horfa til sveitarfélaganna vegna þessa við áætlunargerð og aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins.

Þá leggja samtökin þunga áherslu á að loðnurannsóknir og loðnuleit Hafrannsóknarstofnunar verði fullfjármagnaðar svo hún geti sinnt rannsóknum og leit á þessum mikilvæga fiskistofni sem og öðrum enda er sjávarútvegur grunnstoð í íslensku samfélagi.