Áhrif minnkandi línuívilnunar á sjávarbyggðir

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti vorið 2019 að láta gera úttekt eða greiningu á áhrifum minnkandi nýtingar línuívilnunar á atvinnu- og íbúaþróun í þeim sveitarfélögum þar sem línuívilnun hefur verið nýtt hvað mest. 

Markmið úttektar var að draga fram staðreyndir um gildi línuívilnunar fyrir þessi samfélög á undanförnum árum og möguleg áhrif enn frekari skerðinga á heimildum vegna hennar.

Úttektin var unnin af RR ráðgjöf og var að mestu unnin á grundvelli gagna frá Fiskistofu.  Skýrsla þessi verður meðal umfjöllunarefna á Sjávarútvegsfundi samtakanna sem haldinn verður 2. október.

Áhrif minnkandi línuívilnunar á sjávarbyggðir