Veiðileyfagjaldið renni aftur í hérað

IMG_1632Það er fólkið sem veiðir, vinnur og selur fiskinn sem býr til verðmætin. Það er þetta fólk sem á heimtingu á því að njóta sérstaks veiðileyfagjalds, ef það er lagt á,“ segir bæjarráði Vestmannaeyja.

Bæjarráðið hvetur þingmenn Suðurlands til að styðja þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðileyfagjaldi og tekjum af orkuauðlindum.

Skiptar skoðanir eru í bæjarráði og í bæjarstjórn um ágæti veiðileyfagjalds.

„Sumir bæjarfulltrúar telja að í því sé fólgin landsbyggðarskattur sem heftir vöxt og viðgang atvinnulífs á landsbyggðinni á meðan aðrir telja að nýting úr sameiginlegum auðlindum réttlæti greiðslu á sérstökum skatti. Eftir sem áður eru allir fulltrúar sammála því að ef leggja á sértækan skatt á landsbyggðina þá eigi sá skattur fyrst og fremst að renna til samfélaganna þar,“ segir bæjarráðið sem kveður núverandi ríkisstjórn hafa hækkað veiðileyfagjald á atvinnulífið í Vestmannaeyjum.

„Búast má við því að í ár renni um 2300 milljónir frá Vestmannaeyjum bara vegna þessa sérstaka gjalds sem Eyjamenn greiða umfram aðra.“

Frétt af vefnum www.visir.is 7. október 2013

Skráning á sjávarútvegsfundinn hafin

20130815_210800

Skráning er hafin á sjávarútvegsfundinn, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica hótel miðvikudaginn 2. október. Meðal efnis á dagskrá fundarins má nefna erindi Vilhjálms Egilssonar sem nefnist „Á fiskvinnslan að geta átt kvóta?“ Hann greinir m.a. frá þeim ástæðum og rökum sem nefndin hafði fyrir tillögu sinni. Viðbrögð við máli Vilhjálms veita: Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, Eyrún Ingibjörg Sigþórdóttir oddviti á Tálknafirði og Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Sjávarútvegsfundur 2013

20130815_210800

Þann 2. október 2013 verður sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga haldinn. Fundurinn verður haldinn á Hilton í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn er hugsaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga. Sjávarútvegsfundurinn er þó opinn öllum.

Dagskrá og nánari upplýsingar um fundinn.

Skráning á sjávarútvegsfundinn 2013.

Áhersluatriði nýrrar ríkisstjórnar varðandi sjávarútveg

IMG_6413_resizeHér að neðan má finna áhersluatriði nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er varða sjávarútveg.

Sjávarútvegur

  • Ríkisstjórnin leggur áherslu á áframhaldandi uppbyggingu í sjávarútvegi og vinnslu.
  • Samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs má efla enn frekar, ekki síst með aðgerðum er snúa að bættri meðferð afla, fjölbreyttari úrvinnslu afurða og nýtingu svokallaðra aukaafurða.
  • Stuðlað verður að uppbyggingu sjávarklasans með því að tryggja greininni gott starfsumhverfi, innleiða jákvæða hvata í regluverk og ýta undir vöruþróun og markaðssókn.
  • Ríkisstjórnin vill efla fræðslu og menntun í sjávarútvegi, bæði hvað varðar veiðar og vinnslu og ekki síst til þess að takast á við ný verkefni samfara vöruþróun, nýsköpun og markaðs- og sölustarfi. Haldið verður á lofti á alþjóðlegum vettvangi sjálfbærni veiðanna, hreinleika og gæðum afurðanna.
  • Mikilvægt er að skapa skilyrði til endurnýjunar skipastóls og búnaðar landvinnslu með aukna verðmætasköpun og hagsmuni og öryggi starfsfólks í huga.
  • Fiskveiðistjórnunarkerfið verður yfirfarið, meðal annars með tilliti til hagkvæmni, öryggis og kjara sjómanna og umhverfisverndar. Stefnt er að því að auka sveigjanleika í nýtingarstefnu án þess að fórna ábyrgri stjórnun og nýtingu veiðistofna. Grundvöllur fiskveiðistjórnunar verður aflamarkskerfi.
  • Ríkisstjórnin vill efla sátt um framtíðarskipulag greinarinnar. Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði áliðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun. Samningarnir feli í sér rétt til endurnýjunar að uppfylltum skilyrðum sem samningarnir kveði á um.
  • Stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi fiskveiðistjórnarlöggjöf kveður á um. Í samráði við sveitarstjórnir og samtök í sjávarútvegi verður fyrirkomulag þessa endurskoðað.
  • Lög um veiðigjald verða endurskoðuð. Almennt gjald skal endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja.
  • Ríkisstjórnin mun í samráði við þá sem starfa í sjávarútvegi kanna kosti þess að koma á fót
  • vettvangi sem hafi það verkefni að fræða, kynna og upplýsa um gæði og kosti íslensks sjávarútvegs. Horft verður m.a. til skipulags Norðmanna hvað þetta varðar. Leitað verður leiða til að auka samráð og upplýsingaskipti Hafrannsóknastofnunar, útgerðar og sjómanna.

Málþing um skipulag haf- og strandsvæða

Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir málþingi um haf- og strandsvæðaskipulag mánudaginn 27. maí nk. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Á fundinum munu m.a. Áslaug Ásgeirsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Bates háskólann í Lewiston, Maine, fjalla um rannsókn sína þar sem hún leitast við að greina hvernig lönd semja um skiptingu gæða milli landhelgissvæða og hvernig nota megi hafskipulag til að leysa ágreining um stjórnun sameiginlegra auðlinda.

Einnig mun Tiina Thilman, ráðgjafi í umhverfisráðuneyti Finnlands, flytja erindi þar sem hún mun reifa tilraunaverkefnið PlanBothnia, sem var undanfari þróunar hafskipulags fyrir hafsvæði Eystrasalts, sem nú er unnið að.

Fundurinn hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.20.

Dagskrá fundarins á vef Skipulagsstofnunar.

Hvert á auðurinn að renna

Svanfríður Inga Jónasdóttir, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, flytur ávarp á ráðstefnunni Fiskur-olía-orka, hvert á arðurinn að renna?

Svanfríður Inga Jónasdóttir, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, flytur ávarp á ráðstefnunni Fiskur-olía-orka, hvert á arðurinn að renna?

 

Viðtal við Svanfríði Jónasdóttur í tíu fréttum RUV 14. mars 2013

Erindi Stefáns Boga, formanns Samtaka orkusveitarfélaga

Erindi Svanfríðar Ingu Jónasdóttur, formanns Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Erindi Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga

Erindi dr. Þórodds Bjarnasonar

Ávarp Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra

Erindi Daða

 

 

Fiskur – olía – orka

Málþing um auðlíndir og hvernig arðurinn af nýtingu þeirra nýtist best í þágu þeirra svæða sem háðust eru auðlindanýtingu verður haldið 14. mars 2013 á Grand hótel kl. 15.30.

Fiskur-olia-orka

Mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað

Neskaupstadur

Á síðasta ári var mestum uppsjávarafla landað á Neskaupstað eða 212.385 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum eða 196.402 tonnum og því næst kemur Vopnafjörður með 112.485 tonn.

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um landað magn af uppsjávarfiski eftir höfnum og landsvæðum frá 2008 til 2012. Hægt er að skoða skiptingu aflans eftir höfnum í tonnum eða prósentum á vef Fiskistofu.

Sé athyglinni beint að landsvæðum þá hafa landanir á uppsjávarafla undanfarin ár færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42% af öllum uppsjávarafla landað á Austurlandi en hlutfallið hefur síðan vaxið nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það í 59% en var mest 2008 þegar hlutfallið fór í 69%.

Af vefnum www.fiskifrettir.is

Rækjuvinnsla hafin aftur á Hvammstanga

Rækjur

Meleyri á Hvammstanga, ein elsta rækjuverksmiðja landsins, hefur verið opnuð aftur, eftir stopula starfsemi undanfarin ár. Nesfiskur í Garði keypti verksmiðjuna, hefur ráðið 12 manns til vinnu og hyggst senda tvo togara á rækjuveiðar, að því er fram kemur í fréttum RÚV.

Þegar Meleyri var lokað árið 2006 misstu 20 manns vinnuna. Einhver starfsemi hefur verið síðustu árin í verksmiðjunni, mjög lítil síðasta árið. Ánægja ríkir á Hvammstanga með kaupin og eru nokkrar væntingar bundnar við starfsemina.

Baldvin Þór Bergþórsson, verkefnastjóri hjá Nesfiski, segir að ætlunin sé að vera með starfsemi fyrir 10-15 manns. Útlitið sé gott.

Til að byrja með verður unnin frosin rækja frá Kanada, en togararnir tveir, Berglín GK 300 og Sóley Sigurjóns GK 200, halda bráðlega á veiðar. Annar þeirra mun landa á Hvammstanga til að byrja með, segir ennfremur í frétt á RÚV.