Svipaður útflutningur sjávarafurða

RækjurÁ fyrstu tíu mánuðum ársins voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 226 milljarðar króna sem er 1% samdráttur frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Fyrstu 10 mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 508,9 milljarða króna. Iðnaðarvörur voru 51,4% alls útflutnings og var útflutningur þeirra 5,3% minni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,5% alls útflutnings. Samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum og sjávarafurðum stafar að hluta til af lækkun á verði afurða.