Makrílkvótinn minnkaður um 15%

Makrílkvótinn verður 123.182 tonn á þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið makrílkvótann fyrir árið 2013. Kvótinn er minnkaður um 15% frá síðasta ári og er það í samræmi við veiðráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins ICES. Nemur kvótinn þar með alls 123.182 tonnum á þessu ári, að því er fram kemur á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Árið 2012 er áætlað að heildarveiði Evrópusambandsins, Noregs, Íslands, Færeyja og Rússlands á makríl hafi verið 920 þúsund tonn og nam veiðihlutur Íslands um 16%. Færeyjar og Rússland hafa enn ekki gefið út makrílkvóta vegna ársins 2013, en hlutur Íslands mun haldast um 16% ef báðar þjóðirnar minnka sína veiði um 15%, eins og Noregur, ESB og nú Ísland hafa gert.

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

„Ákvörðun Noregs og ESB um að úthluta sér einhliða liðlega 90% af ráðlagðri veiði læsir málið inni í óbreyttri stöðu“ segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. „Við getum ekki einir lækkað okkar hlutdeild meðan ekki nást sanngjarnir samningar, en á það leggjum við áfram mikla áherslu. Við núverandi aðstæður er því þessi ákvörðun næsta sjálftekin.“

Fréttin er tekin af vefnum www.fiskifrettir.is

Ungmenni sögð flýja ágengi fíkniefnasala

Formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum segir fíkniefni hafa verið vandamál hjá Vinnslustöðinni. Fíkniefnasalar beini sjónum að ungmennum og sumir foreldrar leyfi þeim ekki að starfa hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið hafi kvartað.

„Við vorum að fá kvartanir frá einstaka félagsmönnum um að ágengni vímuefnasala væri stundum til óþæginda fyrir þá í vinnunni,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, um fíkniefnapróf sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er að láta starfsfólk sitt gangast undir.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru ellefu sjómenn reknir af þremur skipum Vinnslustöðvarinnar eftir að hafa fallið á fíkniefnaprófum. Allt starfsfólk fyrirtækisins getur nú átt von á að þurfa að undirgangast slíkt próf.

Arnar segir fíkniefnaneysluna hafa verið falið vandamál. Komið hafi skriður á málið eftir að starfsfólk kvartaði undan neyslu sumra samstarfsmanna. Vinnslustöðin hafi haft samráð við stéttarfélögin um hvernig standa ætti að lyfjaprófunum. Drífandi hafi þótt fullvíðtækt að senda hvern einasta starfsmenn í próf en sú aðferð hafi þó orðið ofan á.

„Kannski er það líka sanngjarnast að láta eitt yfir alla ganga,“ segir Arnar, sem kveður flesta í Eyjum ánægða með að tekið sá á málinu. „Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið eftir að þetta byrjaði. Þetta er rosaleg meinsemd en umræðan er að opnast. Þetta er nokkuð sem þarf að taka á og það er verið að því.“

Að sögn Arnars hafa fíkniefnasalar á köflum sótt hart að starfsfólki Vinnslustöðvarinnar, ekki síst ungmennum sem fái frí á vertíðum til að vinna í fiski og hafi þá nokkurt fé milli handa.

„Það var orðið þannig að sumir foreldrar vildu ekki að börnin sín væru að vinna þarna,“ segir Arnar. „Það hafa ungmenni hætt þarna út af því að þau fengu ekki frið fyrir sölumönnum. Þegar það kom upp var kýlt á að taka á því. Er Vinnslustöðin ekki einfaldlega að sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka á þessu?“

Arnar Hjaltalín segir að starfsfólkið sé orðið langþreytt á ágengni fíkniefnasala á vinnustaðnum - Mynd/Óskar

Arnar Hjaltalín segir að starfsfólkið sé orðið langþreytt á ágengni fíkniefnasala á vinnustaðnum – Mynd/Óskar

Frétt og mynd af www.visir.is

Loðnukvótinn aukinn um 150.000 tonn

Atvinnuvegaráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að heimila veiðar á 150 þúsund tonnum af loðnu í viðbót við áður útgefnar aflaheimildir. Heildarkvótinn er þá orðinn 450 þús. tonn en endanlegt aflamark hefur ekki enn verið ákveðið.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur að undanförnu verið við mælingar á stærð loðnustofnsins útaf Austfjörðum, Norðurlandi og allt að Vestfjörðum. Enda þótt mælingunum sé ekki lokið þykir ljóst að magn kynþroska loðnu á svæðinu er nokkuð meira en fyrri mælingar sýndu. Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að hrygningarstofninn sé um 200 þúsund tonnum stærri en mælingar frá því í október 2012 bentu til. Búast má við að leiðangri Árna Friðrikssonar ljúki síðar í lok þessarar viku og mun Hafrannsóknastofnun í kjölfarið meta niðurstöðurnar og veita stjórnvöldum ráðgjöf um heildaraflamark vertíðarinnar í samræmi við samþykkta aflareglu.

Loðna

Loðna

Í kjölfar mælinga haustið 2012 var metið að hrygningarstofn loðnu á vetrarvertíð 2013 yrði um 720 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lagði því til í samræmi við aflareglu að leyfðar yrðu veiðar á 300 þúsund tonnum á vertíðinni 2012/2013, en að tillögur um heildaraflamark yrðu endurskoðaðar gæfu niðurstöður mælinga í janúar-febrúar 2013 tilefni til þess.

Frétt og mynd af www.fiskifrettir.is

Slík útgerð gengur ekki

Bryggjupolli„Einhverjir hafa getað leigt sér ýsu á 315 krónur fyrir kílóið og selja hana síðan á 270 krónur á mörkuðum. Þetta gera menn til þess að geta náð þorskkvótanum og kílóið af þorski selja þeir kannski á 250 krónur. Það þarf ekki excel til að sjá að slík útgerð gengur ekki upp.“

Halda áfram að lesa

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stofnuð

skip1024Stofnuð hafa verið  Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar, veiðar og vinnslu, og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar.   Á stofnfundi þann 26. sept. sl. gerðust 24 sjávarútvegssveitarfélög stofnaðilar samtakanna. Halda áfram að lesa