Mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað

Neskaupstadur

Á síðasta ári var mestum uppsjávarafla landað á Neskaupstað eða 212.385 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum eða 196.402 tonnum og því næst kemur Vopnafjörður með 112.485 tonn.

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um landað magn af uppsjávarfiski eftir höfnum og landsvæðum frá 2008 til 2012. Hægt er að skoða skiptingu aflans eftir höfnum í tonnum eða prósentum á vef Fiskistofu.

Sé athyglinni beint að landsvæðum þá hafa landanir á uppsjávarafla undanfarin ár færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42% af öllum uppsjávarafla landað á Austurlandi en hlutfallið hefur síðan vaxið nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það í 59% en var mest 2008 þegar hlutfallið fór í 69%.

Af vefnum www.fiskifrettir.is