Loðnukvótinn aukinn um 150.000 tonn

Atvinnuvegaráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að heimila veiðar á 150 þúsund tonnum af loðnu í viðbót við áður útgefnar aflaheimildir. Heildarkvótinn er þá orðinn 450 þús. tonn en endanlegt aflamark hefur ekki enn verið ákveðið.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur að undanförnu verið við mælingar á stærð loðnustofnsins útaf Austfjörðum, Norðurlandi og allt að Vestfjörðum. Enda þótt mælingunum sé ekki lokið þykir ljóst að magn kynþroska loðnu á svæðinu er nokkuð meira en fyrri mælingar sýndu. Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að hrygningarstofninn sé um 200 þúsund tonnum stærri en mælingar frá því í október 2012 bentu til. Búast má við að leiðangri Árna Friðrikssonar ljúki síðar í lok þessarar viku og mun Hafrannsóknastofnun í kjölfarið meta niðurstöðurnar og veita stjórnvöldum ráðgjöf um heildaraflamark vertíðarinnar í samræmi við samþykkta aflareglu.

Loðna

Loðna

Í kjölfar mælinga haustið 2012 var metið að hrygningarstofn loðnu á vetrarvertíð 2013 yrði um 720 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lagði því til í samræmi við aflareglu að leyfðar yrðu veiðar á 300 þúsund tonnum á vertíðinni 2012/2013, en að tillögur um heildaraflamark yrðu endurskoðaðar gæfu niðurstöður mælinga í janúar-febrúar 2013 tilefni til þess.

Frétt og mynd af www.fiskifrettir.is

Slík útgerð gengur ekki

Bryggjupolli„Einhverjir hafa getað leigt sér ýsu á 315 krónur fyrir kílóið og selja hana síðan á 270 krónur á mörkuðum. Þetta gera menn til þess að geta náð þorskkvótanum og kílóið af þorski selja þeir kannski á 250 krónur. Það þarf ekki excel til að sjá að slík útgerð gengur ekki upp.“

Halda áfram að lesa

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stofnuð

skip1024Stofnuð hafa verið  Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar, veiðar og vinnslu, og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar.   Á stofnfundi þann 26. sept. sl. gerðust 24 sjávarútvegssveitarfélög stofnaðilar samtakanna. Halda áfram að lesa