Í seinustu viku hélt stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vorfund sinn og var hann haldinn á Austfjörðum þar sem Páll Björgvin í Fjarðabyggð og Gauti frá Djúpavogi tóku á móti stjórninni.
Ferðaðist stjórnin um Austfirðina og heimsótti m.a. Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Mjóafjörð og Djúpavog. Haldnir voru fundir með Síldarvinnslunni, Loðnuvinnslunni, Eskju og Búlandstindi.
Ferðin var ansi fræðandi og gagnleg fyrir starf samtakanna. Meðfylgjandi mynd var tekin á Fáskrúðsfirði af stjórn samtakanna ásamt Steinþóri Péturssyni framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna.