Veiðigjöld 2013/2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur mælt fyrir um birtingu á álögðum veiðigjöldum sundurliðuð eftir sjávarútvegsfyrirtækjum vegna 2013/2014.

Sundurliðuð veiðigjöld 2012/2013 og 2013/2014 eftir greiðendum

Undir  flipunum í skjalinu eru sundurliðuð álögð almenn og sérstök veiðigjöld ásamt lækkun á sérstöku veiðigjaldi  fyrir bæði fiskveiðiárin.

Skjalið er birt í almennu upplýsingaskyni – ef frávik reynast vera í þessum upplýsingum frá álagningu á einstök fyrirtæki þá gildir álagningin.

Athugið sérstaklega: Upplýsingarnar um álagningu 2012/2013 og 2013/2014 eru ekki sambærilegar, því að álagningu er ekki lokið á yfirstandandi fiskveiðiári. Á fiskveiðiárinu 2013/2014 er eftir að leggja á vegna afla í ókvótabundnum tegundum, þ.m.t. vegna makrílafla  frá  og með ágúst 2013 til loka júlí 2014.

Tekið af vef Fiskistofu