Strandbúnaðar 2019

Hin árlega ráðstefna um strandbúnað verður á Grand hóteli dagana 21. og 22. mars nk. Í boði verða 10 málstofur með um 60 erindi. Þar af eru tvær málstofur með keyptum erindum þar sem styrktaraðilum  Strandbúnaðar 2019 gefst kostur á að kynna starfsemi sína, búnað og þjónustu.

Ráðstefnan verður á íslensku og ensku. Síðasta málstofa ráðstefnunnar, Salmon Farming in the North Atlantic, verður á ensku, auk þess sem stöku erindi á öðrum málstofnum verða einnig á ensku. Meirihluti fyrirlestra er því á íslensku. Þá er þetta í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin, en sú fyrsta fór fram árið 2017.

Að ráðstefnunni stendur félagið Strandbúnaður en nafn þess er samheiti fyrir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu lands- og/eða sjávargæða við strandlengju landsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun innan atvinnugreinarinnar.

Nánar um Strandbúnað 2019 og skráning