Málþing um skipulag haf- og strandsvæða

Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir málþingi um haf- og strandsvæðaskipulag mánudaginn 27. maí nk. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Á fundinum munu m.a. Áslaug Ásgeirsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Bates háskólann í Lewiston, Maine, fjalla um rannsókn sína þar sem hún leitast við að greina hvernig lönd semja um skiptingu gæða milli landhelgissvæða og hvernig nota megi hafskipulag til að leysa ágreining um stjórnun sameiginlegra auðlinda.

Einnig mun Tiina Thilman, ráðgjafi í umhverfisráðuneyti Finnlands, flytja erindi þar sem hún mun reifa tilraunaverkefnið PlanBothnia, sem var undanfari þróunar hafskipulags fyrir hafsvæði Eystrasalts, sem nú er unnið að.

Fundurinn hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.20.

Dagskrá fundarins á vef Skipulagsstofnunar.