Hvað er strandbúnaður

Ef þú villt kynna þér fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt þá er tilvalið á mæta á ráðstefnuna Strandbúnað 2018 sem haldin verður á Grand Hóteli Reykjavík, dagana 19.-20. mars.

Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnarinnar.

Á ráðstefnunni eru 10 málstofur og um 60 erindi og eru fyrirlesarar bæði innlendir og erlendir.