Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fagna því að samstaða náðist í gær á Alþingi um lagasetningu til að létta tímabundið á óvissu um fiskeldisstarfsemi á landinu öllu sunnanverðum Vestfjörðum, en lýsa jafnframt yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, haldinn á Hilton Hotel Nordica, Reykjavík, miðvikudaginn 10. október 2018, samþykkir eftirfarandi ályktun:
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fagna því að samstaða náðist í gær á Alþingi um lagasetningu til að létta tímabundið á óvissu um fiskeldisstarfsemi á landinu öllu sunnanverðum Vestfjörðum, en lýsa jafnframt yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú óvissa sem enn er uppi hefur gríðarleg áhrif á rekstur og fjármögnunarmöguleika innan greinarinnar auk þess sem þeirri jákvæðu byggðaþróun sem fylgt hefur fiskeldinu er stefnt í tvísýnu. Undanfarna áratugi hafa byggðarlögin, sem um ræðir, glímt við viðvarandi fólksfækkun og einhæfni í atvinnulífi. Með núverandi ástandi er sóknarfærum þeirra og framtíðarmöguleikum til uppbyggingar stefnt í voða. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem að standa 28 sveitarfélög, skorar á stjórnvöld að taka lög, reglur og alla málsmeðferð varðandi málaflokkinn til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að tryggja starfsfrið og fyrirsjáanleika í atvinnuuppbyggingu til lengri framtíðar og skerpa jafnframt á því hvar ábyrgð liggur hverju sinni. Aðalfundurinn minnir á að fram til þessa hefur ríkt sátt um skiptingu landsins í fiskeldissvæði meðfram ströndum þess. Mikilvægt er að sú sátt haldi þannig að hægt verði vinna markvisst að áframhaldandi uppbyggingu á sjálfbæru fiskeldi innan þeirra svæða, þar sem gert hefur verið ráð fyrir að slík starfsemi sé leyfileg.