Hafrannsóknastofnun hefur opnað á vef sínum sérhæfða vefgátt vegna vöktunar á veiðiám.
Í vefgáttinni birtast upplýsingar um t.a.m. veiðar og veiðistaði, stofnstærð, fjölda áætlaðra eldislaxa skv. áhættumati, fjölda veiddra eldislaxa og hlutfall af áætlaðri heildarveiði.
Þá geymir vefgáttin upplýsingar um eldisstaði, eldisfyrirtæki, strokulaxa og áætlaða framleiðslu árið á undan. Þar verða svo einnig birtar niðurstöður úr lúsatalningum, þegar þau gögn liggja fyrir.
Þeir sem telja sig hafa veitt eldislax geta jafnframt tilkynnt það í vefgáttinni.