Skráning er nú hafin á Strandbúnað 2019, ráðstefnu um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, 21.-22. mars. Ef um er að ræða hópskráningu, 5 eða fleiri er hægt að fylla út exelskjal og senda á Þórunn Dögg Harðardóttir (thorunn@athygliradstefnur.is)
Þörungamálstofa
Guðrún Hallgrímsdóttir hjá Hyndlu ehf. er ein af fyrirlesurum í málstofunni
,,Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í
dag?“ Hún flytur erindið ,,Inniræktun stórþörunga í
borholusjó“. Markmið Hyndlu er að þróa sjálfbæra og arðbæra framleiðslu á
eftirsóttum innlendum stór-þörungum ræktuðum í borholusjó. Gerðar hafa verið
tilraunir með alíslenskan rauðþörung, klóblöðku, af tegundinni
Schizymenia. Hún vex neðarlega í fjöru þar sem erfitt getur verið að tína hana.
Klóblaðka er áhugaverð sökum bragðgæða en einnig vegna innihalds lífvirkra
efna. Sagt verður frá svörun þörungsins við ljósi og hita, vaxtarhraða og
fjölgun í kerjum svo og næstu skrefum.