Áhrif loðnubrests á sveitarfélög

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti vorið 2019 að láta vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sjávarútvegssveitarfélögum sem lloðnubrestur hafði mest áhrif á. Ákveðið var að óska eftir upplýsingum frá eftirtöldum sveitarfélögum; Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi.

Markmið greiningarinnar var að meta bein áhrif loðnubrests á fjárhag og rekstur sveitarfélaganna.

Samantektin var unnin af RR ráðgjöf og birtist hér í formi minnisblaðs. Samantektin verður meðal umfjöllunarefna á Sjávarútvegsfundi samtakanna sem haldinn verður 2. október.

Minnisblað um áhrif loðnubrests