Stjórn fundaði með Sigurði Inga

Sigurdur-Ingi-JohannssonÍ gær, fimmtudaginn 26. nóvember, fundaði stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga með Sigurði Inga Jóhannessyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á fundinum var rætt um tillögur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða og einnig helstu markmið og áherslur samtakanna.

 

Sveitarfélög fái hlutdeild í veiðigjaldi

Það er ósanngjarnt og óeðlilegt að þau samfélög sem í raun taka á sig afleiðingar af hagræðingu í sjávarútvegi, þurfi að bera þær ein og óstudd.

Svanfríður Inga Jónasdóttir, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, flytur ávarp á ráðstefnunni Fiskur-olía-orka, hvert á arðurinn að renna?

Svanfríður Inga Jónasdóttir, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, flytur ávarp á ráðstefnunni Fiskur-olía-orka, hvert á arðurinn að renna?

Þetta sagði Svanfríður Jónasdóttir í lok erindis síns á sjávarútvegsfundi sem haldinn var undir lok september sl. Erindi hennar nefndist „Af hverju veiðigjöld til sveitarfélaga?“. Svanfríður sagði að veiðigjöld væru kostnaðargjöld til að mæta þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útvegsins; rannsóknir og eftirlit og í raun greiðsla fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind okkar.

Í erindinu færði hún rök fyrir því af hverju sveitarfélög ættu að fá hlutdeild í veiðigjöldum. Hún benti á að miklar breytingar hafa orðið á veiðum og vinnslu í sjávarútvegi og að sveitarfélög hafi þurft að takast á við margvíslegar breytingar vegna þeirra. Á sl. átta árum hefur störfum við sjávarútveg fækkað um 5.000 og því þurfa sveitarfélögin og byggðirnar að mæta með einhverjum hætti.

Innleiðing kvótakerfisins leiddi til mikillar hagræðingar í sjávarútvegi og fækkunar starfa í veiðum og vinnslu. Krafa um veiðigjald leiðir til enn frekari hagræðingar í greininni og því fylgir fækkun starfa en fátt kemur í staðinn. „Allir hagnast á hagræðingu í sjávarútvegi nema sjávarbyggðirnar: þær líða vegna fækkunar starfa … og síðan fækkunaríbúa,“ sagði Svanfríður og bætti við:

Til þess að sveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem fylgja hagræðingu … er nauðsynlegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Það er í anda sjálfbærrar þróunar sem verður einungis náð með því að undirstöðuþættir hennar, þ.e. efnahagur, umhverfi og samfélag, séu allir virtir.