Veiðileyfagjaldið renni aftur í hérað

IMG_1632Það er fólkið sem veiðir, vinnur og selur fiskinn sem býr til verðmætin. Það er þetta fólk sem á heimtingu á því að njóta sérstaks veiðileyfagjalds, ef það er lagt á,“ segir bæjarráði Vestmannaeyja.

Bæjarráðið hvetur þingmenn Suðurlands til að styðja þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðileyfagjaldi og tekjum af orkuauðlindum.

Skiptar skoðanir eru í bæjarráði og í bæjarstjórn um ágæti veiðileyfagjalds.

„Sumir bæjarfulltrúar telja að í því sé fólgin landsbyggðarskattur sem heftir vöxt og viðgang atvinnulífs á landsbyggðinni á meðan aðrir telja að nýting úr sameiginlegum auðlindum réttlæti greiðslu á sérstökum skatti. Eftir sem áður eru allir fulltrúar sammála því að ef leggja á sértækan skatt á landsbyggðina þá eigi sá skattur fyrst og fremst að renna til samfélaganna þar,“ segir bæjarráðið sem kveður núverandi ríkisstjórn hafa hækkað veiðileyfagjald á atvinnulífið í Vestmannaeyjum.

„Búast má við því að í ár renni um 2300 milljónir frá Vestmannaeyjum bara vegna þessa sérstaka gjalds sem Eyjamenn greiða umfram aðra.“

Frétt af vefnum www.visir.is 7. október 2013