Alls hafa útgerðir 25 norskra báta sótt um að taka þátt í línuveiðum við Ísland á þessu ári. Tveir þeirra verða dregnir út og fær hvor um sig 250 tonna kvóta en veiða má löngu, blálöngu og keilu auk meðafla.
Norðmenn hafa haft þennan háttinn á við að velja báta til veiðanna undanfarin ár og þeir sem detta í lukkupottinn hverju sinni eru útilokaðir næstu tvö árin á eftir.
Dregið verður í Íslandslottóinu að þessu sinni næstkomandi föstudag.
Fréttin og myndin eru af vefnum www.fiskifrettir.is