Skráning á sjávarútvegsfundinn hafin

20130815_210800

Skráning er hafin á sjávarútvegsfundinn, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica hótel miðvikudaginn 2. október. Meðal efnis á dagskrá fundarins má nefna erindi Vilhjálms Egilssonar sem nefnist „Á fiskvinnslan að geta átt kvóta?“ Hann greinir m.a. frá þeim ástæðum og rökum sem nefndin hafði fyrir tillögu sinni. Viðbrögð við máli Vilhjálms veita: Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, Eyrún Ingibjörg Sigþórdóttir oddviti á Tálknafirði og Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi.