Sjávarútvegsfundur 2023

Sjávarútvegsfundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga  um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.

Fjarfundur 8.desember 2023 kl. 9:00-11:00

Er stefnumótun vegna nýtingar sjávarauðlindarinnar á réttri leið fyrir sjávarútvegssveitarfélög?

Dagskrá:

9:00 Setning fundar – Jón Björn Hákonarson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga setur fundinn.

9:05 Auðlindin okkar, Matvælaráðuneytið – Rebekka Hilmarsdóttir, sérfræðingur hjá matvælaráðuneyti fer yfir helstu þætti úr vinnu Auðlindarinnar okkar og hvar stefnumótunin er stödd.

9:20 Sjónarmið frá sjávarútvegsgrein um Auðlindina okkar – Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, fer yfir sjónarmið greinarinnar vegna Auðlindarinnar okkar.

Fyrirspurnir og umræður (20 mín)

10:00 Stefnumótun í lagareldi til 2024 – Hjalti Jón Guðmundsson, sérfræðingur hjá matvælaráðuneyti, fer yfir stöðu stefnumótunar í lagareldi eftir að samráðsferli  í samráðsgátt er lokið

10:20 Sjónarmið fiskeldisfyrirtækja vegna stefnumótunar í lagareldi – Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austurlands, fer yfir sjónarmið fiskeldisfyrirtækis vegna stefnumótunar í lagareldi.

Fyrirspurnir og umræður (20 mín)

11:00 Fundi slitið

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér. Í kjölfarið fáið þið tölvupóst og mun fundarboð birtast í dagatalið hjá ykkur.