Sjávarútvegsfundur 2019

Hilton Reykjavík Nordica 2. október 2019 kl. 13:00-16:00

Samkvæmt samþykktum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal halda sjávarútvegsfund. „Sjávarútvegsfundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga  um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður. Sjávarútvegsfundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum samtakanna en getur beint ályktunum til stjórnar samtakanna.“

Skráningartengill á fundinn (hann má einnig finna hér neðst á síðunni).

Dagskrá

13:00 Setning fundarins
Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fer yfir verkefni seinasta árs, verkefnin fram undan og setur ráðstefnuna.

13:15 Línuívilnun og sjávarbyggðir
Jón Hrói Finnsson gerir grein fyrir skýrslu RR ráðgjöf um línuívilnun

Umræður

13:45 Áhrif loðnubrests á sveitarfélög
Róbert Ragnarsson gerir grein fyrir skýrslu RR ráðgjöf um loðnubrest

Umræður

14:15 Kynning frá Nettverk fjord- og kystkommunar (NFKK) í Noregi
Anna Ljunggren fulltrúi frá NFKK mun fara yfir verkefni og áherslur norsku systursamtaka Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Umræður

15:00 Endurskoðun vegna aflaheimilda á forræði ríkisins (5,3% aflaheimilda)
Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úr samráðshópi starfshóps um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið hefur forræði yfir (5,3% aflaheimilda) greinir frá vinnu starfshóps, helstu verkefni og mögulegar leiðir að lausnum.

Umræður

15:45 Fundi slitið

Fundarstjóri: Valgerður Ágústsdóttir

Skráning á Sjávarútvegsfund 2019