Leiðarljós
Fiskeldi á Íslandi nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir sjálfbærni. Eftirtektarverðum árangri má þakka skýrri stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum atvinnugreinarinnar, háu þekkingarstigi og metnaði þjóðarinnar í sjálfbærri matvælaframleiðslu.
Markmið
- Að nýta þau tækifæri sem felast í auknu fiskeldi á sjálfbærum grunni.
- Að rannsóknir á áhrifum fiskeldisstarfsemi á lífríki og samfélag verði auknar.
- Að leggja grunn að svæðisbundnum áætlunum um vernd og sjálfbæra nýtingu strandsvæða.
- Að ríki og sveitarfélög séu þess meðvituð að sjálfbær þróun í fiskeldi byggir á jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta og litið sé markvisst til þeirra þátta allra
í opinberri stefnumörkun og laga- og reglusetningu. - Að tekjustofnar sveitarfélaga af atvinnustarfsemi í sjó, allt að einni sjómílu út frá grunnlínu landhelginnar, verði skilgreindir í samráði við sjávarútvegssveitarfélög, svo að þeim sveitarfélögum, þar sem fiskeldi hefur haslað sér völl, takist að laga samfélagslega uppbyggingu að örum vexti atvinnugreinarinnar.
- Að styrkja byggðamynstur með þeirri viðspyrnu sem sjálfbært fiskeldi veitir í atvinnu- og efnahagslífi dreifðra byggða.
- Að stuðla að aukinni mennta-, rannsókna- og þróunarstarfsemi samfara uppbyggingu í sjálfbæru fiskeldi og styrkja enn frekar jákvæð áhrif atvinnugreinarinnar á þjóðarframleiðslu og sjálfbæra þróun landsbyggðanna.
Leiðir
- Stuðla að sjálfbærri uppbyggingu fiskeldis
- Tryggja sveitarfélögum tekjur af reitanýtingu í sjó.
- Fiskeldissveitarfélögum tryggð nauðsynleg áhrif á haf- og strandsvæðaskipulag.
- Stefnumörkun ríkisins í fiskeldi unnin í samráði við fiskeldissveitarfélög.
- Forræði sveitarfélaga aukið í málefnum fiskeldis og nauðsynlegir tekjustofnar tryggðir.
- Efla nýsköpun, rannsóknir og þróun í sjálfbæru fiskeldi, úrvinnslu og markaðssetningu.
Stefna í fiskeldi (pdf-skjal)