Útgerðir 25 línubáta vilja fiska við Ísland

Alls hafa útgerðir 25 norskra báta sótt um að taka þátt í línuveiðum við Ísland á þessu ári. Tveir þeirra verða dregnir út og fær hvor um sig 250 tonna kvóta en veiða má löngu, blálöngu og keilu auk meðafla.

Norðmenn hafa haft þennan háttinn á við að velja báta til veiðanna undanfarin ár og þeir sem detta í lukkupottinn hverju sinni eru útilokaðir næstu tvö árin á eftir.

Dregið verður í Íslandslottóinu að þessu sinni næstkomandi föstudag.

Keila er meðal þeirra fisktegunda sem norsku skipin mega veiða við Ísland.

Keila er meðal þeirra fisktegunda sem norsku skipin mega veiða við Ísland.

Fréttin og myndin eru af vefnum www.fiskifrettir.is